Tröppur á sjóvarnargarð

Tröppur á sjóvarnargarð

Það vantar tröppur með smá útsýnispalli upp á sjóvarnargarð á Norðurnesi inn af Blikastíg. Þarna er sérlega fallegt útsýni sem mjög erfitt er að njóta.

Points

Sammála uppsetningu útsýnispalls uppá sjóvarnargarðinn svo sjáist til fuglalífs í fjörunni. Mætti staðsetja á þrem stöðum t.d. við Kasthúsatjörn.

Rökin eru þau að mjög erfitt er að njóta þess fallega útsýnis sem þarna er, það liggur göngustígur meðfram sjóvarnargarðinum sem margir nýta sér og væri kærkomin viðbót að geta séð frá sér út á hafið.

Væri þvílík bragabót á annars venjulegt mannvirki. Við þurfum fleiri fallega hluti

Þetta myndi lyfta undir fegurðina og gera umhverfið snyrtilegra og fallegra, tala nú ekki um hvað sjónarhornið verður glæsilegt 😀

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information