Gangbrautir fyrir Holtsveg og gönguleið kringum Urriðavatn

Gangbrautir fyrir Holtsveg  og gönguleið kringum Urriðavatn

Gangbrautir fyrir Holtsveg og gönguleið kringum Urriðavatn það vantar gangbraut á Holtsveginn - það myndi hægja á umferð í götunni og gera barnafólki kleift að fara yfir með barnavagna osfrv. Urriðavatn: það væri afskaplega fallegt að halda áfram með framkvæmdir sem nú eru hafnar þ.e. með byggingu á brú yfir og hafa fallegan göngustíg alla leið umhverfis vatnið jafnvel með lýsingu svipað og við lækinn í Hafnarfirði.

Points

Rök fyrir gangbraut: eykur öryggi íbúa og sérstaklega barna og barnafólks sem þarf að fara yfir götuna. Ætti að draga úr hraða á Holtsveginum Rök fyrir gönguleið kringum Urriðavatn: þetta vatn er svo fallegt og myndu margir íbúar hverfisins nýta sér að labba kringum vatnið enda falleg og vinsæl staðsetning - myndi auka áhuga á hverfinu sem slíku við lækinn í Hafnarfirði er falleg lýsing meðfram vatninu væri ótrúlega fallegt að gera góða gönguleið kringum Urriðavatn sem væri upplýst á kvöldin

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information