Ruslaherinn

Ruslaherinn

Ráða einhvern fjölda eldri borgara sem rölta um bæinn og hirða rusl sem liggur út um allt.

Points

Verkefni sem allir verða að taka þátt í á öllum aldri. Áminningar á staurunum og ruslatunnur

Bærinn er subbulegur. Matarumbúðir, leyfar af skottertum, rakettum og öðru gamlárskvöldsdrasli, frauðplast, bananahýði, hjólkoppar og margs konar rusl liggur úti um allan bæ. Það er viðvarandi verk að halda bænum hreinum. Það verður ekki aðeins gert með átaki að vori eða störfum sumarkrakka. Það þarf að hreinsa allt árið. Tilvalið að ráða hóp eldri borgara til að sinna þessu.

Væri ekki skynsamlegra að ráða unga fólkið í það um leið og við leggjum okkur öll fram við betra umhverfi og batnandi umhverfisvernd.

Gott að fá einhverja til að hirða upp rusl (plokka) en hvernig væri að hver bekkur í skólum Garðabæjar færi yfir ákveðin svæði og plokkaði.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information