Aðstaða til sjósportsiðkunnar

Aðstaða til sjósportsiðkunnar

Of má sjá á vindasömum dögum fólk vera við sjóbrettaiðkun með seglum á Skógtjörn. Tjörnin er tilvalinn staður til frekari sjósports eins og siglingar með kæjökum og kænumn svo eitthvað sé nefnt. Með því að koma fyrir flotbryggju með tenginu við land myndi það draga að áhugasama að stunda sjótengdar tómstundir við tjörnina.

Points

Tækifæri til að ganga frá skolpmálum í leiðinni - þar sem skolpið rennur út í tjörnina.

Með aðstöðu fyrir sjósport við Skógtjörn er verið að efla möguleika fyrir unga sem aldna til frekari útiveru og því til viðbótar að skapa líf við tjörnina.

Frábær hugmynd - við þurfum að auka áhuga allra á sjósportinu - ekki hægt nema að bæta aðstöðu

frábær nýting á fallegum stað

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information