Bæta aðstöðu við knattspyrnuvöllinn á Álftanesi

Bæta aðstöðu við knattspyrnuvöllinn á Álftanesi

Vantar nýja flóðlýsingu á völlinn og búningsklefa með sturtum í vallarhúsið.

Points

Þetta á að vera í lagi ! Garðabær þarf að ganga í málið.

Sammála áðurnefndum kommentum hvað varðar aðstöðuna á vallarsvæðinu. Algjörlega mjög brýnt verkefni. Einnig væri hægt og alveg pláss fyrir að leggja 400m langa hlaupabraut í kringum grasvöllinn, sem myndi stórbæta aðstöðu fyrir allt íþróttafólk á Álftanesi.

Íþróttir eru fyrir öll börn

Lýsing er ekki góð, aðstaðan almennt ekki góð og þetta er mikilvægt svæði til að stunda íþróttir á Álftanesi.

Það er til skammar að Garðabær mismuni íþróttaiðkendum í sveitarfélaginu eftir félögum/hverfum.

Til þess að börnin á Álftanesi geti stundað íþróttir í lengri tíma dag hvern.

Aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Álftanesi er ekki góð. Lýsing á vellinum er léleg sem veldur hættu fyrir iðkendur þegar æft er á kvöldin. Einnig leyfir KSÍ félaginu ekki að spila heimaleiki þegar myrkur er úti þar sem lýsingin stenst ekki kröfur sambandsins. Þetta þarf að bæta með því að setja upp nýja, almennilega, kastara við völlinn. Einnig þarf að ráðast í framkvæmdir í vallarhúsinu. Nauðsynlegt er að iðkendur hafi aðgang að sturtum og búningsklefum.

Lýsingin á knattspyrnu vellinum er ekki boðleg neinum iðkendum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að góð lýsing er nauðsynleg í 8 til 9 mánuði á ári. Einnig skal tekið fram að mannsæmandi lýsing er við hvern einasta völl á Stjörnu svæðinu, því er óskiljanlegt að ekki sé hægt að hafa KSÍ samþykkta lýsingu á velli í fullri stærð á Álftanesi.

Mikilvægt að bæta aðstöðuna

Svo að hægt sé að spila heimaleiki. Það er líka ósættanlegt að íþróttaiþkendum í Garðabæ sé mismunað eftir hverfum.

Minnkar slysahættu þegar myrkur er úti og hægt er að spila fleiri leiki á heimavelli

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information