Sópa gæsaskít af gangstíg við Jörfaveg vikulega yfir sumarið

Sópa gæsaskít af gangstíg við Jörfaveg vikulega yfir sumarið

Meðfram veginum við Jörfaveg á Norðurnesið á Álftanesi liggur göngustigur sem er nær ónothæfur yfir vor og sumarmánuði vegna gæsaskíts. MIkið væri nú gott ef sóparinn kæmi þar vikulega og héldi göngustígnum hreinum því þrátt fyrir skítinn þá er göngustígurinn mikið notaður.

Points

Jörfavegur og göngustígurinn liggur í Fuglafriðlandi og því eðli málsins samkvæmt mikið um fugla á svæðinu, m.a. gæs og endur sem þykir afar gaman að spássera um á gangstígnum og skilja svo eftir sig slóðina. Við höfum reynt að ræða þessi mál við þær en þær hrista bara höfuðið :)

það er mjög erfitt að ganga eftir göngustígnum allt frá maíbyrjun og fram eftir hausti. Það væri mjög til fyrirmyndar að fá þessa göngustíga snyrta alla vega vikulega :)

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information