Gangbrautir fyrir Gæsir og Endur.

Gangbrautir fyrir Gæsir og Endur.

Á Álftanesi allt frá Lambhúsatjörn og síðan þegar ekin er Norðurnesvegur og aftur Jörfavegur er mikið um gæsagang, gæsir og endur þvera vegina hvar sem þeim sýnist. Legg ég til að málaðar verði mjóar; ca 70 cm breiðar gangbrautir fyrir fuglana, og mynd af fuglum á gangi þar yfir. Þetta væri góð áminning fyrir bílstjórana.

Points

Árlega lenda bílstjórar ítrekað í því að vera "nærri" búnir að aka á gæsir eða endur! Þurfa þá að stöðva bifreiðina skyndilega eða sveigja óvænt til hliðar. Stundum tekst það ekki og gæsin liggur í valnum og þá eru allir sorgmæddir eftir, sérstaklega ef börn eru í bílnum. Álftanesið er mikið fuglasvæði og það væri verðugt fyrir Garðabæ að leggja áherslu á það með sérmerkingum. T.d. skemmtilegum gangbrautum um fuglana :)

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information