Umhverfisátak - ruslatýnur - segl - merkingar

Umhverfisátak - ruslatýnur - segl - merkingar

Tillagan gengur út á að bærinn auki umhverfisvitund bæjarbúa og annarra sem eiga erindi í bæinn. Bærinn kaupi ruslatýnur og afhendi á hvert heimili með uppbyggilegum skilaboðum um hina eilífu þörf um að ganga vel um náttúruna, t.d. með segli á ísskápa með 10 mikilvægum skilaboðum. Jafnframt að bærinn láti útbúa skilti sem staðsett yrðu á (ljósa)staurum á vinsælum gönguleiðum, við verslunarmiðstöðvar, leiksvæðum, skóla og víðar til áminningar fyrir vegfarendur um að henda ekki rusli frá sér.

Points

Búum ekki til meira rusl til að eyða rusli. Nær væri t.d. að efla plokkhópinn sem fór af stað síðasliðið vor.

Þessi tillaga ætti að vera með mörg atkvæði

Þrátt fyrir endalausa umræðu í fjölmiðum um þörfina á því að rusli sé ekki hent út í náttúrunni að þá þarf ekki að fara langa vegalengd á göngustígum eða gangstéttum til að sjá að þau skilaboð hafa ekki náð í gegn hjá öllum. Að týna rusl í gönguferðum ætti að vera jafn sjálfsagður hlutur eins og það að fara í sjálfa gönguferðina sér til heilsubótar. Að taka með sér ruslatýnu og poka við og við í slíkum ferðum á ekki að fara eftir stjórnamálastefnu eða vera bara í höndum bæjarstarfsmanna.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information