Betra flæði

Betra flæði

Inn á bílaplan/bílastæði annars vegar við Ásgarð/Garðaskóla og hins vegar við Stjörnuheimilið (bak við fimleikasalinn) væri góð hugmynd að setja "inn akstur bannaður" skilti við "vinstri" innkeyrslu leið og skilti með "einstefnu ör" á hægri innkeyrslu leið. Með þessu móti mætti auka flæði á álagstímum t.d. þegar verið er að skutla í Garðaskóla, fimleika eð körfu sem og þegar sótt er. Sömu aðferðafræði mætti nýta við innkeyrslu hjá Flataskóla og loka hringtorgi. Ekki kostnaðarsamt í framkvæmd.

Points

Bætir flæði á akstursleið. Eykur meðvitund fyrir tillitssemi, en t.d. fyrir utan Flataskóla mætti starfsmaður vera úti frá 8:10-8:30 og flauta á þá sem taka 10 mín í að kveðja krakkann (smá pirrí pú). Erlendis er þetta 30 sek sem þú færð til að "droppa" barni. Að koma hugmynd í framkvæmd er ekki kostnaðarsöm þ.e. þrjú stk "einstefnuskilti" og þrjú "innakstur bannaður" skilti. Skólastarfsmaður er þegar á launum. Minni mengun stafar af slíku flæði svo ekki sé talað um tímasparnað og gleði allra.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information