Urriðavatn - klára göngustíg

Urriðavatn - klára göngustíg

Klára gera göngustíg allann hringinn i kring um vatnið. Verið er að að vinna í að gera brú á norðurhlið vatnsins. Eins og talað er um að þá verður ekki gert meira, og þessi svokallaði kindastígur vestan megin við vatnið verðu latinn halda ser, ef labbað er þarna þá er oft þegar buið er að vera væta þá er maður að vaða drullu og mýri og kanski ekki alveg það skemmtilegasta svo ég tali nú ekki um hversu óbarnvænt það er. Plús þú kemst ekki með barnavagn/kerru hringinn í kring!!

Points

Finnst þetta hálfklárað, og þeir sem labba þarna a nýja stígnum, snúa við þegar komið er að endanum þar sem kindastígurinn byrjar hvort sem er á suðurhlið eða norðurhlið vatnsins. Þeir sem vilja labba í einhverjum slóða hefðu ekki þurft heila brú til að komast yfir heldur hefðu þeir bara hoppað yfir lækin.

Ekki gera malbikaðan göngustíg allan hringin. Mikil vægt að bæði börn og fullorðnir læri að ganga í náttúrunni og þessi hluti sem eftir er þarf að friðlýsa á varptíma. Leyfum náttúrulegu umhverfi einnig að halda sér. Pössum upp á fuglanna.

Það þarf að klára að gera stíg allann hringinn svo hægt sé að nýta svæðið betur sem útivistarperlu. Barnavagnar og kerrur ættu að geta komist hringinn svo svæðið verði fjölskylduvænna.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information