Nýr steyptur hjólabrettagarður við Holtsbúð

Nýr steyptur hjólabrettagarður við Holtsbúð

Þörfin á hjólabrettaaðstöðu á Íslandi er mikil. Lausnin sem hingað til hefur verið notuð er að kaupa forsmíðaða aðstöðu þar sem endingatíminn er stuttur vegna plasts/timburs sem brotnar og býr til hættu fyrir notendur. Steypt aðstaða tryggir góðan endingatíma og getur því styrkt framtíðar jaðaríþróttamenningu á Íslandi. Möguleiki er á stækkun pallanna í framtíðinni ef vilji er fyrir hendi. Með samstarfi við iðkendur getur Garðabær verið með bestu jaðaríþrótta aðstöðu á landinu.

Points

😍

Steyptan hjólabrettagarð við Holtsbúð væri hægt að hanna og byggja þannig að hjólabretta- og hlaupahjólaiðkendur geti notið þess. Tilraun hefur verið gerð á höfuðborgarsvæðinu að byggja samskonar aðstöðu í tvígang og þær hafa misheppnast vegna hönnunar þar sem ekki var rætt við reynda iðkendur íþróttarinnar. Svæðið þar sem að voru hjólapallar er stórt og er með hljóðmön þannig að sem minnst truflun er fyrir íbúa í nágrenni. Leiksvæði er við hliðiná sem er tilvalið fyrir útivist fjölskyldu.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information