Gerum Garðatorg grænt

Gerum Garðatorg grænt

Garðatorg í dag er eitt stórt bílastæði. Þegar að HM var síðasta sumar var ákveðið að leggja gervigras yfir stórt svæði og búa þar með skemmtilegt útisvæði, en það stóð þó bara rétt yfir HM. Hvernig væri að fækka aðeins bílastæðunum á torginu og búa til smá mini-Austurvöll, setja gras á svæði þarna, fleiri bekki og búa til alvöru svæði þar sem fólk getur notið blíðviðrisdaga með ís í hönd. Svo væri hægt að setja jólatré bæjarins þarna í staðinn fyrir að hafa það á gangstéttarkantinum.

Points

- Hvetur fólk til að koma meira gangandi á Garðatorg - Hvetur fólk til að versla meira á Garðatorgi, sérstaklega á sumrin, veitingastaðirnir og ísbúðin njóta góðs af því að fólk geti verið þarna úti í staðinn fyrir að keyra niður í miðborg Reykjavíkur. - Jólatréið getur verið á þessu græna svæði í staðinn fyrir þeim hörmulega gangstéttarkanti sem það er alltaf á. - Fólk hittist meira á förnum vegi

Eg er sammala þer og mætti hafa stort svið og hafa tonleika :)

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information