Verndun á göngustígum Víðistaðahlíðar, Heiðmörk

Verndun á göngustígum Víðistaðahlíðar, Heiðmörk

Hjólreiðar bannaðar á viðkvæmum göngustígum Víðistaðahlíðar, Heiðmörk.

Points

Hræðilegt að sjá þessar skemmdir

Í mikilli bleytu þola viðkvæmir göngustígar Víðisstaðahlíðar í Heiðmörk illa gróf og þung fjallahjól. Stígarnir hafa undanfarið spænst upp og myndað sár án þess að nokkuð hafi verið að gert. Þessir sömu stígar voru ekki lagðir með svona stór og íburðarmikil fjallahjól í huga. Af þeim sökum verður að grípa til aðgerða svo fótgangandi fjölskyldufólk (1-99 ára) geti áfram notið þess að fara í göngutúra á göngustígunum í Víðistaðahlíð Heiðmerkur.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information