Útil­ík­ams­rækt í Urriðaholti

Útil­ík­ams­rækt í Urriðaholti

Hreystig­arður fyr­ir íbúa Garðbæjar. Í görðunum sem eru úti og ým­ist kallaðir hreyfi- eða hreystig­arðar, eru tæki til þol-, styrkt­ar- og teygjuæf­inga. Ókeyp­is er í tæk­in, sem ætluð eru full­orðnum. Viðhalds­lít­il lík­ams­rækt­ar­tæki prýða tíu hreyfi- og hreystig­arða á Reykja­nesi og á höfuðborg­ar­svæðinu. Tæk­in eru til ókeyp­is af­nota fyr­ir al­menn­ing. Þau þurfa ekki raf­magn held­ur eru knú­in áfram af lík­ams­hreyf­ing­um not­enda. Því ekki að setja upp einnig í Garðabæ?

Points

Ættu að vera staðalbúnaður í öllum hverfum styður lýðheilsumarkmið þjóðar.

Regluleg líkamsrækt er undirstaðan að sterkri heilsu og almennri vellíðan. Með því að setja upp hreystigarð í Garðabæ er verið að styðja við heilsu íbúa og gefa almenning tækifæri og hvatningu til þess að lifa heilbrigðari lífsstíl. Mörg góð fordæmi fyrir hreystigörðum má finna bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Okkar flotta sveitarfélag ætti að vera til fyrirmyndar þegar kemur að heilbrigðum venjum.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information