Siglingaaðstaða við Sjáland

Siglingaaðstaða við Sjáland

Arnarnesvogur ásamt Kópavogi eru skjólsælir og upplagðir til sportsiglinga enda sjást þar oft kanóar og litlir seglbátar á siglingu. Engin aðstaða er í Garðabæ, ólíkt Kópavogi, og hamlar það möguleika á siglingar geti orðið alvöru afþreying fyrir bæjarbúa. Svæðið á milli leikskólans í Sjálandi og kaffihússins sem er að rísa við voginn væri upplagt athafnasvæði fyrir svon starfsemi. Bílastæðið við leikskólann mundi nítast vel og svæðið myndi lifna við. Flotbryggju og aðstöðu yrði að setja upp.

Points

Þarna gætu ungir sem aldnir stundað saman skemmtilega íþrótt, sem vantar algjörlega í bæinn, auk þess sem þetta myndi hleypa lífi í svæðið. Kaffihúsið sem verið er að byggja myndi falla vel að þessari starfsemi. Nú þegar er fólk að reyna að stunda kanósiglingar á voginum en erfitt er að sjósetja bátana auk þess sem það vantar geymsluaðstöðu fyrir þá. Bílastæði er fyrir hendi sem ekki er verið að nota seinnipartinn og um helgar. Það mætti líka hugsa sér að tengja þessa starfsemi við skólann.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information