TJÖRNIN

TJÖRNIN

Í bakgarði okkar rennur kröftugur Hraunholtslækurinn. Oft á tíðum er lækurinn ansi kröftugur og beinlínis hættulegur þar sem hann skýst undir brúnna á Maragrund. Eins getur hann verið ansi hávaðasamur og truflað svefnfriðinn. Eins og rólegur lækur getur verið fallegur þá er þessi truflandi og hættulegur. Við stingum uppá því að gerð verði tjörn úr læknum áður en hann rennur undir Maragrundsbrúna. Huguð andahjón sem mæta á hverju vori fengju um leið rólegra vatnasvæði fyrir sig og sína.

Points

Lækurinn er hávaðasamur og hættulegur eins og hann er. Fallhæðin frá Hafnarfjarðarvegi að Marargrund er nefninlega talsverð. Tjörn rétt ofan við Marargrundarbrúna myndi hægja á kröftugu og hávaðasömu rennsli, hafa jákvæð áhrif á græna svæðið og skapa aðstöðu fyrir fuglalíf.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information