Útivistarsvæði fyrir hunda

Útivistarsvæði fyrir hunda

Afgirt svæði fyrir hunda þar sem þeir geta verið lausir.

Points

Vantar alveg fyrir stóra sem smáa helst aðskilin ein og finna má í öðrum löndum t.d. USA

Töluvert er um hundahald i bæjarfélaginu og oft kvartað yfir hundaskít og lausum hundum sem eru í göngu með eigendum sínum. Með þvi að bjóða upp á afgirt svæði gætu hundarnir verið lausir og leikið við aðra hunda. Þetta væri líka hvatning fyrir eigendurnar að þrífa upp eftir hundinn sinn. Reykjavíkurborg er með Geirsnef sem hundasvæði og þar geta hundar verið lausir.

Vantar tilfinnanlega afgirt svæði fyrir hunda. Hvernig væri að vera með hunda kúkapoka við ruslafötur bæjarins !

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information