gönguleiðir í Garða og Gálgahrauni

gönguleiðir í Garða og Gálgahrauni

Aldagamlar gönguleiðir liggja um hraunið og nýverið að hluta til merktar( Fógetastígur, Flóttamannaleið) Þessi stígar eru eru fremur erfiðir yfirferðar td fyrir barna fólk og eldri íbúa, enda sér maður sjaldan fólk á ferð nema helst hunda eigendur. Þarna mætti leggja einfalda sandstíga ( svipað og maður sér út í hraunið frá Sunnuflöt) eftir þessum gömlu þjóðleiðum alveg út að Gálkakletti og í áttina að Garðaholti og Álftanesi. Enda þótt þetta svæði sé friðað þá væri þetta ekki áberandi framkvæmd

Points

Fyrst og fremst að auka aðgengi að þessu einstaka svæði þannig að ungir sem aldnir geta notið þess betur. Þetta svæði er vissulega tilvalið útivistarsvæði og í göngufjarlægð úr Ásahverfinu og Sjálandinu þar sem fjöldi eldri borgara býr

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information