Bekki við göngubrautina frá Karlabraut/Hofstaðabraut

Bekki við göngubrautina frá Karlabraut/Hofstaðabraut

Engir bekkir eru við þennan hluta göngubrautarinnar þ.e. frá Karlabraut að Hofstaðabraut (í átt að kirkjunni). Verið er að hvetja sem flesta til útivistar ( að ganga ), margt eldra fólk gengur þennan stíg og getur hvergi hvilt sig á þessari leið. Fyrir ofan Karlabraut eru einhverjir bekkir, en engir á þessum hluta . Einnig væri gott að fá sæti í strætisvagnaskýlið við Karlabraut.

Points

Margt eldra fólk á leið um þennan göngustíg og oft hef ég séð að það er orðið þreytt/uppgefið og þarf að geta sest á bekk og hvílt lúin bein.😏 Þetta er löngu tímabært. Það örvar eldri borgara til að hreyfa sig, ef þeir sjá fram á að geta hvílt sig á göngunni. Það er verið að hvetja sem flesta til útivistar, einnig þennan hóp, sem má ekki gleymast . 😉

Þessi hugmynd er sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information