Sumarstemning á Garðatorgi

Sumarstemning á Garðatorgi

Taka hluta bílastæðisins og setja þar ódýra og færanlega lausn til að sitja og njóta sólar, kaffis og samveru við aðra bæjarbúa. Bjóða á góðviðrisdögum upp á tónlist/leiklist/uppákomur, til dæmis með því að gefa ungu fólki tækifæri til að koma fram. Hafa nóg af gróðri sem skýlir og gerir umhverfið manneskjulegra.

Points

Mjög góð hugmynd! Myndin er frá Torg í biðstöðu-verkefni Reykjavíkurborgar.

Góð hugmynd, er mjög fráhrindandi eins og það lítur út núna. Hlúa að ísbúðinni svo geti orðið skemmtilegur staður til að fá sér ís og njóta útiveru á bekkjum en ekki bílastæði ein og nú er. Þar að bæta við gróðri og mynda skjól.

Á meðfylgjandi mynd frá Kárastíg/Njálsgötu má sjá hvernig hugmynd getur verið ódýr. Nemar í listnámi (held ég) fengu tækifæri til að útfæra sætin. Þau þurfa að vera auðveld að færa ef sumarið verður rigningasamt og fljótt að draga fram ef spáin er góð. Hér er tækifæri fyrir tónlistarfólk að æfa sig í að koma fram, ungt listafólk að spreyta sig. Hér er tækifæri fyrir foreldra, börn, aldraða, einmana fólk, einstæða, innflytjendur, fjölskyldufólk, þ.e. alla bæjarbúa að auka samveru og samkennd.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information