Skautasvell í Garðabæ

Skautasvell í Garðabæ

Það væri mikill ávinningur fyrir Garðbæinga að fá skautasvell í bæinn sem myndi nýtast vel íbúum Garðabæjar. Skautsvell er í dag staðsett í kjallara Egilshallarinnar í Grafarvoginum og væri áhugavert að skoða að gera hið sama fyrir neðan áætlað knattspyrnuhús hér í Garðabæ.

Points

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Bygging slíks mannvirkis myndi auðga mikið íþróttalíf Garðbæinga með fleiri íþróttum í boði eins og Íshokkí, listskautum sem og almennum skautatímum fyrir fjölskyldufólk. Að auki myndi það nýtast nálægum bæjum eins og Hafnafirði og kópavogi. Ekki veitir af heldur að fjölga liðum í íshokkídeildinni hér á landi og þessi kostur yrði örugglega vel nýttur af nágrannasveitarfélugum Garðabæjar og ætti tryggja góðan rekstur þess.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information