Göngu- og hjólastígur með strandlengjunni á Arnarnesi

Göngu- og hjólastígur með strandlengjunni á Arnarnesi

Nú þegar gerð göngu- og hjólreiðastígs með sjávarsíðu Reykjavíkur er að mestu lokið er kominn tími til að tengja saman stíga á höfuðborgarsvæðinu með það að augnamiði að hægt verði að ferðast meðfram allri strandlengju þess og að allir eigi stutta og greiða leið í göngu- og hjólareiðastíg. Tilvalið er að tengja saman með stígum alla strönd Skerjafjarðar frá Reykjavík um Kópavog, Garðabæ og Álftanes til Hafnarfjarðar. Með þessu opnast gríðarmiklir og skemmtilegir útivistarmöguleikar.

Points

Verkefnið er ekki mjög viðamikið miðað við þá miklu bót sem af því hlýst og sums staðar eru þegar komnir stígar sem aðeins þarf að tengja saman. Leiðin frá Reykjavík um Kópavog yfir í Garðabæ er auðveld í framkvæmd. Göngu- og hjólreiðastígur hefur þegar verið teiknaður um Arnarnes og auðvelt að taka þær tillögur upp aftur. Um hluta Arnarnesvogar liggur þegar stígur og gert er ráð fyrir góðum stígum og útivistarmöguleikum í framtíðartillögum um nýtingu vogsins. Texti lánaður frá Jóhanni Leóssyni.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information