Betri gangstéttar

Betri gangstéttar

Lagt er til að bæjaryfirvöld taki til skoðunar að breikka gangstéttar í eldri hverfum bæjarins. Það er auðvelt að skipuleggja og ákvarða fjárveitingu til þessa verkefnis þannig að því yrði lokið á tilteknu árabili. Með þessu má segja að Garðabær verði betri bær og hvetji þannig til útiveru, hjólreiða og göngu um gangstéttar bæjarins.

Points

Alveg sammála. Göngustígarnir alltof mjóir og einmitt liggja alveg upp að lóðum og því miður er ekki mikið um það að fylgst sé með að gróðurinn vaxi ekki út á göngustígana.

Hér áður fyrr var það algengt í Garðabæ að gangstéttar væru hannaðar og steyptar svo þröngar að tveir einstaklingar geta vart gengið samsíða og nánast alls ekki þegar limgerði lokar umferð gangandi fólks. Þá var einnig gert ráð fyrir að milli gangstéttar og akbrautar væru graseyjar sem a.m.k. eru tvöfalt breiðari en gangstéttin. Að auki var gangstéttin höfð á lóðamörkum sem hefur boðið heim þeim vanda sem felst í að limgerði nær hér og þar yfir hálfa eða alla gangstéttina.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information