Fallegt og skemmtilegt leiksvæði í anda Latabæjar

Fallegt og skemmtilegt leiksvæði í anda Latabæjar

Veglegt og vandað leikssvæði með leiktækjum sem væru sem sviðsmyndin í Latabæ (sem var tekin upp í Garðabæ). Leikvæðið sem væri það spennandi að það myndi draga að börn úr öllum bænum, og víðar að. Hugmyndina fékk ég þegar ég heimsótti leiksvæði í Uppsala í Svíþjóð þar sem öll leiktækin eru í anda Pelle Svanslös, frægustu barnabókapersónu Uppsala. https://www.uppsala.se/kultur-och-fritid/parker-och-lekplatser/lekplatser/pelle-svanslos-lekplats/

Points

Það vantar sárlega einhver miðpunkt í Garðabæ þar sem börn myndu vilja koma saman og leika sér. Vísir að því gæti verið Bæjargarðurinn með ýmiskonar leiktækjum. Þar væri gaman að koma fyrir spennandi leikvelli sem myndi draga að börn víðsvegar að.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information