Bættar strætósamgöngur innan Garðabæjar

Bættar strætósamgöngur innan Garðabæjar

Bæta strætósamgöngur innan Garðabæjar, sérstaklega fyrir yngra fólkið. Það vantar innanbæjarstrætó í Garðabæ sérstaklega yfir daginn, frá byrjun skóladags og að lokum skóladags. Þar sem leiðin myndi ganga framhjá öllum skólum, íþróttamiðstöðvum og skátaheimili. Í leiðinni auðveldar þetta fólki sem ekki er á bíl að fara í búðirnar sem þó eru í Garðabæ, banka, apótek of fleira.

Points

Vegalengdir fyrir börn/unglinga og fleiri eru of langar frá einangraðri hverfum eins og Arnarnesi. Óskráð regla er um að fólk þurfi ekki að ganga nema 400 metra í næstu stoppistöð en á Arnarnesinu er það oftar en ekki um 700 metrar og fyrir barn og þá sérstaklega um vetur er það mjög erfitt. Endurheimta þarf stoppin uppi á Arnarnesi og bæta við fleirum í önnur hverfi. Börn ættu einnig að geta ferðast til vina á auðveldari hátt en með göngu/hjóli þegar um langar vegalengdir er að ræða.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information