Leik- og dvalarsvæði í neðri Lundum fyrir alla aldurshópa

Leik- og dvalarsvæði í neðri Lundum fyrir alla aldurshópa

Leiktækin og körfuboltavöllurinn mega muna sinn fífil fegurri en eru samt sem áður nýtt af íbúum, leikskólum og fleirum. Reiturinn verði hannaður í heild sinni með landslagsarkitekt og styrkur nýtist í fyrsta fasa framkvæmdar auk hönnunar. Þróun og hönnun fari fram með nágrönnum í Lundum og nærliggjandi hverfum. Krökkum verði boðið að taka þátt í hugmyndavinnu og teiknistofum við frumhönnun svæðisins. Tillögur: Tré og gróður Körfuboltakarfa Bekkir og borð Boules völlur Klifurgrind Grillað

Points

Leiksvæðið við Heiðarlund hefur verið lengi verið lúið. Staðsetningin er frábær í miðju bæjarins og íbúar Lunda og annarra hverfa myndu njóta góðs af fallegu, fjölbreyttu leik- og dvalarsvæði á þessum stað. Íbúar hafa lengi fjallað um svæðið og að tími væri kominn til að laga það til. Hugsa þarf reitinn í heild sinni þannig að ekki verði komið fyrir handahófskenndum leiktækjum heldur þróað áfram þegar styrkurinn verður uppurinn með það fyrir augum að fjárfestingar næstu ára geti klárað verkið.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information