Flotbryggjur í höfnina í sjálandinu

Flotbryggjur í höfnina í sjálandinu

Frábært tækifæri fyrir Garðabæ til að auka útivistarmöguleika bæjarbúa. Flotbryggjur myndu bæði gera fólki kleift að leggja að bátum ásamt því að auka aðgengi fyrir ýmisskonar siglingaíþróttir auk þess að vera til prýði fyrir hverfið. Á árum áður var kröftugt Ungmennastarf í siglingaklúbbnum Vogi. Klúbburinn á lóð við hliðina á veitingahúsinu sem nú er að rísa ásamt steyptum rampi niður í sjó sem lítið mál væri að koma aftur í nothæft stand. Það er tómlegt að horfa á bátalausa höfn.

Points

Ég vísa í neðangreinda tengla: https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/nr/3087 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/597081/?fbclid=IwAR0vuGzOBYAUf_RaI8v3oZ_Y06y-td3WLVRUb5hqrrxYQmPviVe_sgetpUo http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/679/2001030001.PDF

Fullkomin staðsetning fyrir bryggju. Miklir möguleikar og ætti ekki að kosta mikið.

Allir hinir eru með bryggju!

Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða ungmennum upp á siglinganámskeið og siglinga tengda afþreygingu nema í Garðabæ. Aðstæður til slíks eru frábærar í Arnarvogi. Fyrir um 6 árum þegar ég flutti í Sjálandshverfið þá gekk það undir heitinu Bryggjuhverfið í Garðabæ. Það sést einnig á gögnum allt frá því að leyfi fékkst fyrir landfyllingunni. Ég ásamt mörgum öðrum bjóst við því að frágangi á flotbryggjum yrði lokið áður en að hverfið væri orðið fullbyggt.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information