Kynslóðagarður í neðri lundum

Kynslóðagarður í neðri lundum

Svæði þar sem hægt er að koma saman óháð aldri og eiga skemmtilega stund og upplifun. Hugað verði að aðgengi fyrir fólk sem skerta hreyfifærni. Markmiðið er að svæðið breytist úr því að vera grátt einhæft yfir í aðlaðandi og fjölbreytt svæði sem hvetur til hreyfingar og samveru. Hægt væri að malbika göngustiginn að svæðinu í leiðinni og tengja hann við garðinn (jafnvel merkja hlaupabraut á malbikið). Körfubolti, battavellir, boccia eða petanque væri dæmi um útfærslur ásamt parkour ofl ofl.

Points

Með kynslóðagarði er hægt að koma til móts við þarfir íbúa Garðabæjar og gesta um aðlaðandi nærumhverfi og aðstæður sem hvetja til hreyfingar og samveru.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information