Embættistími forseta

Embættistími forseta

Stjórnarskrá Íslands segir ekkert um hámarkstíma sem forseti getur gegnt embætti. Víða um heim eru hins vegar slíkar takmarkanir á embættistíma. Setja ætti nýtt ákvæði í stjórnarskrá sem bindur embættistíma forseta við til dæmis þrjú kjörtímabil (12 ár).

Points

Embættistímann mætti takmarka við 8 eða að hámarki 12 ár en afnema um leið núverandi reglu um laun til þeirra eftir að forsetatímann og ákveða þeim laun í hóflegan biðtíma og eftirlaun frá tilteknum lífeyrisaldri.

8 ár er alveg nóg, ekki spurning

Stjórnlagaráð lagði einmitt þetta til.

12 ar er hæfilegur timi, við hljotum að geta haft jafn vel þrja a eftirlaunum sem reynast alla jafnan goðir talsmenn eða heiðurs sendiherrar.

Já, ég held að 12 ár ætti að vera hámark.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Ég vil að forseti sýni meira vald sitt. Hann á ekki að vera skrautfjöður hann á að vinna vinnuna sína fyrir þjóðin sem kaus hann. Því miður er ekki mikið af því í dag. Forseti sem getur ekki staðið með þjóðina hefur ekkert að gera með að vera afæta á þjóðina í 12 ár. Vill helst að mat sé lagt á störf forseta áður en hann fái að halda áfram næstu 4 árin.

8 ár er nóg. Það hefur sýnt sig að á 8 árum verða stjórnmálamenn oft spiltir, jafnvel þeir efnilegust. Bandaríska viðmiði, 8 ár hefur reynst vel.

Ég er því fylgjandi að sett séu mörk á embættistíma forseta. Um störf forseta þarf að ríkja friður og sátt en að sama skapi er líka eðlilegt að reglulega sé skipt um einstaklinga í embættinu til að draga úr líkum á valdþreytu og valdhroka. Ég tel eðlilegt að binda embættistíma forseta við þrjú kjörtímabil miðað við fjögurra ára kjörtímabil, en ef kjörtímabil forseta yrði lengt mætti sjá fyrir sér að tvö kjörtímabil séu hæfilegur tími.

Ég sé nákvæmlega ekkert lýðræðislegt sem mælir með því að forseti Íslands geti setið lengur tvö fjögurra ára kjörtímabil eða hámark 8 ár. Við erum lítil og fámenn þjóð og eigum að gefa sem flestum á líftíma þess kost að bjóða sig fram til forseta. Það er lýðræði! Á þessu landi tíðkast allt of mikið, að fólk sitji "ævina út" í embættum..."eigni sér þau" í ákveðnum skilningi. Það eitt og sér leiðir til langtíma efnahagslegs- og þjóðfélagslega misréttis og á opinbert kerfi ekki að stuðla að slíku!

Enginn einstaklingur, hversu vinsæll eða valdamikill á að vera "ómissandi". Heilbrigð samkeppni og fjölbreytni er nauðsynleg í þessu embætti.

Mér finnst þessi tími,12 ár,vera hæfilega löng seta.

Ef að forsetinn stendur sig ekki í stikkinu þá er hann einfaldlega ekki kosinn aftur.

Já löng seta lìkt og gerđist hjá ÓRG, er ekki holl neinum einstakling eđa samfélaginu Íslznd.

Ég tel að embættistíminn skipti ekki máli á meðan að allir eiga kost á því að bjóða sig gegn sitjandi forseta á 4 ára fresti.

Já, 12 ár er nægilegt

Ég styð þessa hugmynd. 12 ár er nægilegur tími fyrir einn forseta.

Það er öllum frjálst, sem hafa til þess náð aldri, rétt til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það er svo í höndum kjósenda hvort þeir vilji hafa sömu manneskjuna í því embætti eða ekki. Að skipta um forseta á 8, 12 eða 16 ára fresti er ekkert annað en sóun á almannafé. Nú þegar eru 3 einstaklingar á launum vegna setu sinnar sem forseti.

Ef vilji er að hafa sama forseta í embætti í 8,12, eða 24 ár þá eiga kjósendur að hafa val á því. Forseti situr ekki nema hann sé til þess kjörinn: ef almenning þykir hann hafa setið of lengi þá er það á almenning að kjósa annan forseta.

Mér finnst það vera Val kjósenda ekki að það ætti að vera tímamörk.

Mér finnst ólýðræðislegt að setja valdatíma forsetans einhver takmörk varðandi fjölda kjörtímabila. Í ljósi þess að engin sitjandi forseti hefur tapað kosningu virðist greinilega vera megn stuðningur fyrir að hafa sama forseta í langan tíma í senn. Um leið og þessi stjórnarskrárbreiting verður innleidd og Guðni (eða annar) klárar sinn tíma mun fara af stað undurskrifstasöfnun til þess að snúa þessu ákvæði við svo að hægt sé að fá hann í fleiri kjörtímabil. Ávinningurinn er enginn.

12 ár er ágætur tími. 'Alltaf gott að skipta um fólk í brúnni áður en það verður of værukært í embætti og tekur sæti sínu sem sjálsögðum hlut

8 ár er nóg.

12- 16 ár? já mögulega, en ég er hinsvegar harður á þeirri skoðun minni að c.a.5-6 mánuðum áður en kjörtímabili líkur á forseti að gefa það út opinberlega hvort hann óski endurkjörs eða ætli að ekki að bjóða sig fram áfram. Sú ákvörðun á að vera byndandi og ekki hægt að breyta þeirri ákvörðun, með þeirri undantekningu þó, að hafi forseti ákveðið að bjóða sig fram til endurkjörs, en aðstæður vegna heilsufars eða annara ástæðna gera það ekki kleyft má viðkomandi hætta við framboð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information