Forseti Íslands er kosinn einfaldri kosningu þar sem sá frambjóðandi sem flest atkvæði hlýtur sigrar óháð því hvort meirihluti atkvæða er að baki kosningunni eða ekki. Það gæti jafnvel hugsast ef margir bjóða sig fram að frambjóðandi sem hefur innan við 30% atkvæða sigri – hlutfallið gæti verið ennþá lægra. Eðlilegt er að breyta kerfinu þannig að frambjóðandi verði að fá helming greiddra atkvæða og kosið sé aftur milli tveggja efstu manna ef enginn fær meirihluta í fyrri umferð.
Ef að forsetinn á bara að vera valdalaus SKRAUTFJÖÐUR að þá skiptir ekki máli hvort að hann nær hreinum meirihluta eða ekki.
Einfaldara er að ganga frá þessu í einu og sama kjörinu, að kjósendur geti raðað frambjóðendum, sbr. tillögur Stjórnlagaráðs
Mér hugnast mun betur raðað val
Ef að við myndum taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi (eins og er í frakklandi) þar sem að FORSETI ÍSLANDS myndi þá að axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð og leggja af stað með stefnunar í öllum stærstu málunum, að þá væri best að hafa það þannig að hann þyrfti alltaf að ná 51% þjóðarinnar á bak við sig.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation