Þegar forseti er kosinn skiptir ekki aðeins máli hvaða frambjóðanda hver kjósandi setur í efsta sæti. Það skiptir líka miklu máli hvernig kjósendur forgangsraða frambjóðendum. Nútíma tækni gerir okkur kleift að vinna á auðveldan hátt úr slíkri forgangsröðun, þannig að sigurvegari kosninga endurspegli vilja kjósenda eins vel og mögulegt er. Þess vegna ætti að taka upp „raðaða kosningu“ þar sem öll atkvæði nýtast og sá frambjóðandi vinnur sem endurspeglar best sameiginlega forgangsröðun kjósenda.
Allt og flókið. Hins vegar kemur vel til greeina að hafa tvöfalda umferð þannig að kosið verði milli tveggja efstu frambjóðenda sem gæti þannig tryggt að forsetinn nái mögulega meirhlutakosningu.
ef sá vinnur sem ekki fær flest athvæði er það samgjarnt fyrir þann sem fær flest athvæði skára væri að hafa 2.umferða kerfi
Séu þrír eða fleiri frambjóðendur skal hafa fleiri umferðir í forsetakosningu þar til tveir frambjóðendur standa eftir og þá kjósa um þá og sá sem hlýtur fleiri atkvæði úr þeirri kosningu er þar með réttkjörin forseti lýðveldisins.
Stjórnlagaráð lagði einmitt þetta til.
Það að hafa raðaða kosningu er jafngilt því að hafa margar umferðir í kosningaferlinu nema miklu ódýrara.
Skilvirk leið til að tryggja að sá sem sest í embætti forseta sé ekki kandídat sem meirihluti þjóðarinnar vill ekki fá.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation