Embættisbrot ráðherra á að fara með eins og almenn refsimál

Embættisbrot ráðherra á að fara með eins og almenn refsimál

Margir hafa bent á að það sé óeðlilegt að Alþingi taki sér ákærandahlutverk og bjóði upp á að pólitískar ástæður ráði ákvörðun um ákæru á hendur ráðherra frekar en hlutlægt mat á meintu broti. Þess vegna er rétt að leggja landsdóm niður og taka ákæruvald af Alþingi.

Points

Sami dómstóll fyrir alla. Það er líðræði

Ég er sammála því að leggja Landsdóm niður og að Alþingi sé ekki með ákæruvald, en þau mál sem Alþingi getur tekið fyrir í dag eru stjórnmálaleg í eðli sínu en ekki hegningarlagabrot.

1/2 Til að hafa það á hreinu þá myndi brot á hegningarlögum alltaf fara fyrir venjulega dómstóla og það hefur ekkert með alþingi að gera. Þú ert hér að vísa í ákæru fyrir brot í opinberu starfi sbr. tildæmis brot á lögum um ráðherraábyrgð eða brot á stjórnarskrá(eins og Geir H. var dæmdur fyrir). Landsdómur er góð leið til þess að tryggja aðskilnað ríkisvalds - og þessi leið er farin mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Einnig má benda á að það er ráðherra sem skipar dómara, ekki væri

2/2 eðlilegt ef dómari ætti svo að dæma ráðherran. Það er hinsvegar rétt, það var einhver vafi um það hvort sanngjarnt væri að polítisk sjónarmið spiluðu svona inn í ákæruna og skipun landsdómsdómaranna - en MDE féllst á að þetta væri lögleg og réttlát málsmeðferð(Geir H. kvartaði til MDE eftir að hann var dæmdur af landsdómi).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information