Að leggja niður Forsetaembættið

Að leggja niður Forsetaembættið

Forsetaembættið er uppá punt og hugmyndir um að það "sameini þjóðina" er hreyn ósannindi sem áróðursmeistarar Konungs og einræðisríkja eru duglegir að nota. Þjóðhátíðardagurinn myndi lítið breytast án Fjallkonu, og Íslenska stjórnarkerfið myndi lítið breytast án skraut-embættisins "Forseti".

Points

Leggja niður öll embætti sem snúast um eina manneskju og eru einræðisleg í eðli sínu.

Forsetaembættið er tilkomið þegar orðinu "Konungur" var einfaldlega breytt í orðið "Forseti" í skyndiþýðingu stjórnarskrárrinnar þegar landið lýsti sig lýðveldi. Embættið hefur því haft það útlið að þetta sé uppá punt og í raun óþarfi í Íslenska stjórnarkerfinu. Hin arfgengna Konungstign hefur sína sögu alræðis, fjölskylduvalda og stéttaskiptingar sem veikja stjórnarkerfi lýðveldisríkja. Saga, menning og landslag Íslands er nóg sameiningartákn fyrir þjóðina.

Hlutverk forseta þarf að skýra betur. Í stað þess að það birtist sem staðgengill "konungs" sem leggur allt sitt vald til forsætisráðherra væri vert að skoða að endurskilgreina embættið, gera skýrara hvert hlutverk forseta innan lýðræðis er, og veita honum verkfæri til þess fallin að gera hann að hraðahindrun gegn löggjafar og framkvæmdarvaldinu ef svo kynni að þau gangi gegn vilja þjóðarinnar.

Ég tel mikilvægt að hafa embætti þjóðkjörins þjóðhöfðingja sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að sjá til þess að stjórnkerfið virki, mynduð sé ríkisstjórn og að hún hafi sannarlega meirihluta þings á bak við sig. Það mætti sjá fyrir sér að valdsvið forseta á þessum nótum verði útvíkkað þannig að fleiri verkefni falli beinlínis undir embættið. Einnig að sá einstaklingur geti þjónað sem fulltrúi þjóðarinnar og leitast við að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information