Réttur manns til að neita að svara spurningum rannsóknaryfirvalda er hluti af sjálfsögðum mannréttindum. Hann er nú tryggður í lögum, en þyrfti að vera með í stjórnarskrá
Rökin með þessu ákvæði eru á þann veg að stjórnvöld eiga ekki að geta knúið fram játningar manna, sbr. Guðmundar- og Geirfinnsmálið, hvort sem þær eru sannar eður ei. Þetta er tryggt í lögum, en framfylgd þeirra laga er ábótavant. Hér þarf stjórnarskrárákvæði, sbr. bandarísku stjórnarskrána.
Samfélagsmyndir breytast hratt og því þarf að tryggja öryggi borgarana á hverjum tima. Þessi þáttur gerir það og þarf að komast inn í stjórnarskrána.
Þessi "réttur" er nú þegar í mannréttindasáttmálanum sem er stjórnarskrárígildi. Það er ekki skynsamt að skreyta stjórnarskránna með hinu og þessu sem hefur enga lögfræðilega þýðinu - stjórnarskrá á að vera hnitmiðuð og auðlesin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation