Þrískipt val á Alþingismönnum

Þrískipt val á Alþingismönnum

Þrjár leiðir verði farnar við val á Alþingismönnum til að tryggja fjölbreytt og óháð Alþingi. 33 þingmenn verði valdir af núverandi kerfi, þ.e. að stjórnmálaflokkar stilli upp sínum listum. 15 þingmenn verði valdir í persónukjöri og aðrir 15 þingmenn verði valdir í slembivali. Þetta er auðveldast ef landið er eitt kjördæmi.

Points

Slembival er lýðræði. Satt best að segja ættu allir sem ná kjöri að vera valdir með Slembivali á Alþingi.

Góð hugmynd, vel þess virði að prófa

Takmarka setu í valdastöður hvort sem umræðir alþingi, forseta eða borgar- og bæjarstjórn. Reyna að koma upp kerfi sem seint staðnar. Og reyndar ætti að setja stífar reglur um að þeir sem sitji á valda stól noti vald sitt til að kaupa atkvæði og ef uppvísa um þetta megi ekki bjóða sig fram

Allar tegundir af kosningum, s.s. stjórnmálaflokkar, eða persónukjör staðna með tímanum. Flokkar og persónur fara að spila á kerfið, auðmagn ræður því æ meira hverjir komast á þing. Flokkseigendafélög, sjónvarpsstjörnur ofl. móta störf Alþingis. Ríkistjórnir á hverjum tíma fúnkera eins og yfirstjórn Alþingis, og valdið því aðeins þrískipt á pappírnum.

Með því að breyta vali þingmanna þá er dregið úr sérhagsmunatengslum. Hins vegar vildi ég hafa helming kjörinn persónukosningu en hinn hlutinn dreginn úr þjóðskrá með slembivali. Þeir sem eru kosnir sitja 4 ár á þingi mest 3 þing en þeir sem eru dregnir úr þjóðskrá 2 ár í senn, þetta leiðir til þess að alltaf sé hluti sem hefur reynslu og svo aðrir sem koma ferskir inn og minni líkur á hagsmunapoti og sérhagsmuna gætt á kostnað heildarinnar.

Með þrískiptingu vals til Alþingis eins og það er sett fram hér að ofan er tekið tillit til þess mikla starfs og þekkingar á málefnum, sem liggur innan núverandi stjórnmálaafla. Jafnframt gefst kostur á að velja í persónukjöri þá einstaklinga, sem þjóðin hefur traust á og hafa dottið út af flokkslistum, eða ekki fundið sig innan Flokkanna. Eingöngu persónukjör þýðir að lokum ástand eins og í USA þar sem hinir ríku, með mikið fé til að auglýsa sig, ná yfirhöndinni og fólk, sem fjölmiðlar hampa.

Eingöngu slembival er ávísun á "kaos" á hverju einasta þingi, enginn veit hve fljótt slík þing yrðu starfhæf, og kannski mundu 4 ár ekki duga til. Núverandi kerfi er hins vegar "flokksræði", þar sem almenningur er sviftur sjálfræði 4 ár í senn. Einn dag á 4 ára fresti ræður almenningur einhverju. Það ríkir á Íslandi og Norðurlöndunum "öskrandi þögn" um kerfið í Swiss, þar sem almenningur tekur stöðugt afstöðu til mikilvægra málefna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information