Fjölbreytt lýðræði

Fjölbreytt lýðræði

Gera ætti fólki kleyft að velja að taka ekki þátt í núverandi fulltrúalýðræði, heldur fá þess í stað að kasta atkvæðum sínum á alþingi með öðrum leiðum. T.d. beinu eða fljótandi lýðræði.

Points

Nú þegar skila fjölmargir kjósendur auðu. Þeim finnst að þeir eigi ekki samleið með neinum flokki. Þetta myndi gera þeim kleyft að vera sínir eigin fulltrúar á þingi. Þannig fengju raddir þeirra að heyrast. Þetta myndi hvetja til frekari lýðræðisþáttöku almennings og auka trú á kerfinu.

Vantar að skýra útfærslu betur. Hveernig geta "auðir" haft áhrif á Alþingi?

Með þessu væri niðurstaða atkvæðagreiðslna á þingi ekki eins útreiknanleg, þar sem einhver (lítill) hluti þeirra kæmi frá öðrum en þingmönnum.

Með tilkomu fulltrúa-lýðræðisins fékk almenningur loksins að hafa áhrif á stjórnmálin í landi sínu. Yfirstéttin fór að vinna í þágu almennings í stað þess að vera bara drottnarar þeirra. Ef við leyfum almenningi að hræra oftar í yfirstéttinni heldur en á 4 ára fresti og með því að leyfa öllum að taka þátt í ákvarðanatöku er hægt að styrkja lýðræðið töluvert og koma breytingum hraðar í gegn. Líklega endum við með betra kerfi til langstíma litið ef það er auðveldara að gera lagfæringar á því.

Ísland myndi fá umtalsverða umfjöllun í fjölmiðlum fyrir nýbreytni sem þessa, sem hefði m.a. góð áhrif á ferðaþjónustuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information