Almenningssundlaug í Urriðaholti

Almenningssundlaug í Urriðaholti

Almenningssundlaug í Urriðaholti með aðgangi að heitum og köldum pottum, gufubaði, útisturtum og útiklefum. Staðsett hjá Urriðaholtsskóla

Points

Fjölmennt hverfi

Það myndi bæta lífsgæði fólks í hverfinu töluvert! Það er heilsueflandi og umhverfisvænt að hafa þjónustu í nálægð við íbúa. Miðað við þá uppbyggingu sem á sér stað í hverfinu, þá munu margir nýta sér þessa þjónustu bæði fólk úr hverfinu en einnig aðrir sem sækja að Heiðmörk, Vífilsstöðum og golfvöllunum í kring svo dæmi sé nefnd.

Forréttindi fyrir börnin að geta rölt í eigin sundlaug og hitt vini sína. Yrði góð þungamiðja

Nota sund mikið en þarf að fara í Kopavog til að fara í sund. Yrði mikill kostur að fá sundlaug í Garðabæ Urriðaholtið.

Nauðsynlegt að fá sundlaug 😊

Vegalengd í aðrar sundlaugar í Garðabæ er löng

Frábært að geta labbað í sund og í sínu hverfi :)

Væri fullkomin viðbót við hverfið !

Auka lifsgæði.

Mjög til í þetta og endilega að skoða að hreina hana með ósónbúnaði í stað klórs. Hreinsar betur og er hollara fyrir sundgesti en að baða sig upp úr eiturefni.

Sundlaugin í Ásgarði er ekki að rúma þá gesti sem mæta þar og því er komin þörf fyrir nýja laug fyrir almenning.

Vantar aðra laug í Garðabæinn, væri yndislegt að geta rölt í sund

Væri frábær viðbót enda mikið fjölskylduhverfi.

Frábær bútbót í heilsusamlegu hverfi. Langt er í næstu laug og þurfa krakka að þvera stór og mikil gatnamót á þeirri löngu leið. Íbúafjölda fer vaxandi og er þetta því frábær búbót í samfélagið á holtinu.

Það vantar klárlega sundlaug í Urriðaholtið, bæði fyrir krakkana og fullorðna fólkið. Sundlaug ætti að vera í algjörum forgangi. Væri frábært fyrir börnin og að sjálfsögðu fullorðna fólkið, heilbrigð og góð afþreying.

Aukin lífsgæði, dregur fólk inn í hverfið og styður við það að starfsemi sem og kaffihús og matstaðir geti blómstrað í hverfinu. Börnin gætu hjólað/labbað í sund, þar sem of langt er að fara fótgangandi í næstu laug. Mikið útivistafólk sem velur að búa í Urriðaholti vegna staðsetningu þess, almenningssundlaug er eina sem vantar til að fullkomna útivista pakkan. Urriðaholt er ört vaxandi og börnin eru að fara upp á Álftanes í skólasund, og enn er skólinn ekki fullbyggður. Augljós framtíðarsýn.

Yrði þvílík upplyfting fyrir eins stórt og aðlaðandi hverfi að fá sundlaug. Í svona stóru samfélagi þarf sundlaug til þess að mæta þörf bæjarbúa.

Ekki spurning bara dásamlegt .... auk þess vitna ég í 13 gr í samstarfssamning um uppbyggingu byggðar Urriðaholts milli Garðabæjar og Urriðaholts urriðaholt.is

skóli og leikskóli sprunginn, segir allt sem segja þarf um þetta ört stækkandi hverfi. næsta sundlaug er ásgarður og hún annar ekki eftirspurn. Ný sundlaug yrði þétt setin af íbúum Urriðaholts og nágrennis.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information