Þjóðaratkvæðagreiðslur um stjórnarskrárbreytingar

Þjóðaratkvæðagreiðslur um stjórnarskrárbreytingar

Stjórnarskráin er ekki aðeins grundvallarlög. Hún er líka sáttmáli almennings og yfirvalda – textinn sem segir til um heimildir stjórnvalda til að setja íþyngjandi lög og um skyldur þeirra gagnvart borgurunum. Stjórnarskrárbreytingar ætti því alltaf að bera undir þjóðaratkvæði.

Points

Málskotsréttar-ákvæði stjórnlagaráðs/nýju-stjórnarskrárinnar tiltekur hæfilegan fjölda = 10% kosningarbærra geta framkallað þjóðaratkvæði um tiltekin mál þjóðaratkvæði er ávallt bindandi, já stjórnarskrárbreytingar eiga að lúta bindandi þjóðaratkvæði, vegna þess að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn.

Meiriháttar breytingar eiga alltaf að fara í þjóðaratkvæði. Það getur verið dýrt en mun dýrara er þó að gera breytingar sem á endanum eru skaðlegar og enn dýrari fyrir þjóðina.

Stjórnmálamenn eiga aldrei að eiga aðkomu að gerð stjórnarskrárákvæðum því það er almennings að ákveða störf þeirra sem starfa á alþingi og í ríkisstjórn. Það má bera það saman við að starfsmaður fyrirtækis ákvarði algjörlega upp á sitt einsdæmi hvernig hann vinnur, hvernig starfskjör hans eru og yfirmenn hans ráði í raun engu hvernig hann starfar eða sinnir sínu starfi. ÞIngmenn eru þjónar almennings og eiga að lúta kröfum almennings í gegnum þann sáttmála sem stjórnarskráin er.

Þjóðin öll á rétt að hafa eitthvað að segja um stjórnarskrána og breytingu hennar

Alþingi er starfsvettvangur fyrir þjóðina. Það setur sér ekki vinnureglur. það gerir þjóðin. Alþingi getur því alls ekki tekið fram fyrir hendur þjóðarinnar. Alþingi er þjónn þjóðarinnar og ber að haga sér samkvæmt því . því er Þjóðin sá aðili sem setur sér Stjórnarskrá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information