Höldum gömlu og gildu stjórnarskránni að mestu óbreyttri

Höldum gömlu og gildu stjórnarskránni að mestu óbreyttri

Stjórnarskrá inniheldur reglur sem ráða stjórnskipun ríkisins og hefur þjónað hlutverki sínu vel. Aldrei má setja lög sem stangast á við hana og hendur löggjafans eru bundnar af ákvæðum hennar. Hugsanlega þarf að fínpússa einhver ákvæði - en litlar breytingar geta haft miklar og ófyrirséðar afleiðingar. Í nýju stjórnarskránni má finna fjölda óútskýrðra hugtaka sem tilheyra löngum og illskiljanlegum ákvæðum. Þessi nýju ákvæði eru strax farin að valda misskilningi og deilum um túlkún þeirra.

Points

Það þarf að breyta stjórnaskránni til hagsbóta fyrir almenningi.

Það vil ég ekki, það vantar í hana mikilvæga kafla s.s. auðlindaákvæði o.fl.

Gamla stjórnarskráin er stórhættuleg tímasprengja. Forsetakaflinn er í raun skrifaður fyrir konungsríki, eða eins og Sveinn forseti sagði fyrir 70 árum. "Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld" Við getum ekki stöðugt verið að stoppa í götin. Nýja stjórnarskráin var skrifuð sem heildstætt plagg sem tekur mið af þeirri þróun sem stjórnarskrár vestrænna ríkja hafa tekið síðustu áratugi.

@Ingólfur Harri Hermannson - Í gömlu góðu stjórnarskránni eru 27x gr. um forsetann en 9x gr. í þeirri nýju. Þið viljið afnema völd forsetans (þjóðarinnar) og færa alfarið í hendur Alþingis, framkvæmdavaldsins og dómstóla. Það er svo búið að fjarlægja varnaglann sem bjargaði okkur frá fjölmiðlafrumvarpinu og Icesave. Ánægja með störf allra forseta okkar hefur verið með hæsta móti og traust til núverandi forseta er 85% á meðan traust í garð Alþingis er 18%. Þetta er ekki því ekki góð breyting.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Já, hvernig væri hreinlega að fara eftir núverandi stjórnarskrá? Það má alveg uppfæra núverandi stjórnarskrá og nútímavæða hana. Að er ómögulegt að leiða hér inn nýja stjórnarskrár sem skrifuð var í snarhasti út af taugaveiklun eftirhrunsáranna mestmegnis af tiltölulega einsleitum hópi vinstrisinnaðs fólks úr Reykjavík með mikla valdaþrá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information