Útivist

Útivist

Svæðið við ylströndina (Vesturbrú/Löngulínu) Mætti kynna niðurstöður úr grendarkynningunni 2020 og vinna frekar með þær hugmyndir í þessari kostningu.

Points

Opið svæði sem mætti gera skemmtilegra fyrir íbúa.

Hjartanlega sammála þessu. Það var mikil tilhlökkun fyrir þessu hjá okkar fjölskyldu. Það er vonandi hægt að ná einhverri millilendingu í þessu máli með því að dempa hugmyndirnar úr grenndarkynningunni niður. T.d. með því að minnka sparkvöllinn niður í lítinn körfuboltavöll og færa ærslabelginn nær körfunum. Sleppa rest eða færa einhvern hluta af því fjær blokkinni (Löngulínu 15-23) í áttina að leikskólanum þannig að ekkert sé nær blokkinni en það sem var áður afmarkað sem sparkvöllur.

Svo frábært svæði sem mætti samt njóta sín mun betur og gera meira úr.

Þessi hugmynd fékk góða kosningu síðast og var áætlað að 25% af fjármagni síðasta betri Garðabæjar færi í verkefnið. Ég hef ennþá fulla trú á því að það sé hægt að framkvæma þetta í sátt og samlyndi við íbúa í nærliggjandi húsnæðum. https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/nidurstodur-ur-rafraenum-kosningum-betri-gardabaejar Sjá myndir af deiliskipulagsbreytingunni undir myndaflipanum. ps. hefði sett í eina færslu ef stafafjöldinn hefði leyft það :)

Þarna mætti frekar útbúa skemmtilegan lítinn garð þar sem væri hægt að njóta útivistar, en slíkt vantar alveg hér í Sjálandinu.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information