Gosbrunnur fyrir glaða krakka á góðviðrisdögum

Gosbrunnur fyrir glaða krakka á góðviðrisdögum

Gosbrunnur sem væri börnum og foreldrum til skemmtunar. Margs konar útfærslur mögulegar, s.s. mishá vatnssúla, jafnvel ýmist vatn eða gufa sem kemur upp. Fátt er skemmtilegra á góðviðrisdögum en að sulla í vatni. Allra best ef foreldrar eiga erindi á staðinn líka, kaffihús nálægt til dæmis, eða nærvera við náttúruna, til dæmis niðri við sjó við Sjáland eða jafnvel við Vífilsstaðavatn eða annars staðar á Heiðmerkursvæði.

Points

Margs konar útfærslur. Myndirnar sem fylgja sýna gosbrunna frá Kópavogshæð, Árósum og París. Möguleikarnir eru endalausir og það er vatnið næstum því líka :) Sérstaklega þykir mér skemmtilegt við þann í Árósum að þar koma mismunandi bogar brunns inn og "gjósa á mismunandi tímum og einn þeirra er bara með lágar vatnssúlur. Sá í París er æðislegur því hann getur sprautað vatni (litlir stútar í hellunum) í stökum súlum, úðað gufu upp um sömu göt, eða bara látið flæða vatn sem myndar grunnan poll.

Væri til í svona í Urriðaholtið með upphituðu vatni

Það er flott útfærsla á þessu í Hamraborg þar sem koma saman gosbrunnur, leiktæki, hoppibelgur, menningarstarfsemi, veitingastaður og tengingar við strætó/hjólastíga.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information