Aðstaða til hverskyns sjósports

Aðstaða til hverskyns sjósports

Nýta mætti rampinn sem er til staðar og byggja upp smá aðstöðu fyrir þá sem vilja stunda sjósund og annað sjósport, t.d. kajak og ýmis bretti.

Points

Frábær hugmynd🙌

Frábær hugmynd. Enn betra ef heitur pottur og sturta fylgir með

Myndi bæta mannlífið við sjóinn, glæða Arnarnesvoginn meira lífi og efla lýðheilsu.

Frábær hugmynd, hvatning til útivistar

Frábær hugmynd, nota það sem til er í kringum okkur og auka fjölbreytileika í útivist og hreyfingu hér í bænum okkar

Þetta myndi gera það að verkum að ég myndi fara að stunda sjósund og mögulega fjárfesta í góðum Kajak. Mæli 100% með því að nýta þess aðstöðu mun betur.

Frábær hugmynd. Hef þegar nýtt mér svæðið til að fara á kajak. Myndi örugglega vera mikið notað ef aðstaða yrði aukin.

Góð hugmynd sem ég stið heilshugar. Fín staðfesting og hagstæð til að koma upp aðstöðu fyrir sjósund og kælingu. Lónið í Sjálandinu er of háð sjávarföllum og of litið. Mæli með þessu. Kv Friðrik

Styð þessa hugmynd 100%

Frábær hugmynd á þessu yndislega útivistarsvæði sem eykur á fjölbreytileikann

Væri gott að þurfa ekki að fara í annað sveitarfélag til að stunda sjósund.

Þetta eru kjöraðstæður til að sjósetja kajaka. Það væri því alveg við hæfi að koma upp aðstöðu fyrir sjósportsfólk t.d með skúr þar sem hægt væri að skipta í "sjógallann".

Væri frábært að koma upp aðstöðu fyrir sjósund og kajak

Rampurinn eða bátalagið væri kærkomið til að koma litlum skemmtibátum á flot fyrir íbúa garðabæjar. Ekki þarf nema smávægilegar lagfæringar til að koma því í nothæft ástand.

Virkilega þarft að bæta þessa aðstöðu, þetta er slysagildra eins og er!

Gott aðgengi fyrir bíla með kerrur til að bakka niður rampinn og sjósetja báta og tæki

Það þarf að bæta rampinn til að geta bakkað kerrum niður í sjó, hvergi hægt í Garðabæ í dag.

Ég er á flotbretti í voginum, bý í Sjálandinu og vil sjá öflugt sjósport af öllum gerðum blómstra á þessum stað og þá þarf úrvals aðstöðu. Styð hugmyndina heilshugar!

Nýtti svæðið til að fara í sjósund þegar allt var lokað í Nauthólsvík. Væri frábært að fá aðstöðu til að fara í sjósund þarna. Gott viðskiptatækifæri þar sem Nauthólsvík er sprungin vegna vaxandi áhuga á sjósundi.

Þetta væri mikið notað

Auðvelt að byggja upp frábæra aðstöðu fyrir hvers kyns sjósport. Myndi auðga íþrótta- og mannlífið.

Styð þessa hugmynd heilshugar. Við hjónin erum með tvo kajaka og 😀höfum nýtt okkur aðstöðuna við ylströndina en þurfum þá að passa uppá að fara út á flóði. Gott væri að græja vel þessa aðstöðu þar sem þetta er nálægt skólanum og nægt rými er til staðar.

Aðstöðu hefur vantað fyrir okkur sem stundum t.d surfski, kajak eða paddleboard. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að hreinu vatni til að skola búnað á eftir og jafnvel sturtu. Það væri einnig fullkomið ef hægt væri að greiða aðstöðugjald fyrir geymslu á búnaði. Ekki væri verra ef siglingaklúbburinn Vogur kæmi að þessu verkefni

Myndum nýta okkur rampinn til að sjósetja kajaka og væri frábært að fá smá aðstöðu til að skola af dótinu og jafnvel fá sér kaffisopa eftir buslið. Myndi glæða voginn meira lífi og gaman væri að tengjast fleiri kajakræðurum og sjósundskempum.

Algerlega sammála. Við eigum þennan flotta Arnarsnesvog sem fáir eru að nota þar sem aðstaða er mjög léleg. Mjög auðvelt að koma upp flotbryggju eða álíka við Sjálandið til að auðvelda bátafólki aðkomu.

þetta er magnað, hér á að gera eitthvað og það mjög vandað og flott

Fallegur staður að róa kajak frá.

Aldeilis góð hugmynd, Mætti líka verð með skemmtilegri útisturtu svo að hægt væri að skola af sér. Ef lengra væri farið þá væri t.d. geymsla fyrir sjósport eins og kayak osfrv

Frábær hugmynd styð hana

Þetta er frábær hugmynd og við í Siglingaklúbbnum Vogi styðjum hana heilshugar og vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum frá Garðabæ í ljósi þess fjölda sem styður þessa góðu hugmynd. Hægt er að finna klúbbinn á facebook https://www.facebook.com/groups/1612993238947829 Í Siglingaklúbbnum Vogi eru nú tæplega 200 meðlimir og fer þeim hratt fjölgandi. Við höfum það að okkar markmiði að koma aðstöðumálum fyrir siglingafólk í gott horf í Garðabæ og meðal annars fá flotbryggjur í Sjálandshöfn.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information