Lýsing á göngustígum

Lýsing á göngustígum

Á Álftanesi er nokkuð um upplýsta göngustíga milli hverfa. Göngustígur samsíða Norðurtúni frá Norðurnesvegi og að íþróttahúsi. Hluti stígsins sem tengir við Austurtún, Smáratún og Hátún er þó enn óupplýstur (sirka 200-250m kafli). Þarna mætti gera betur og setja lýsingu frá Norðurnesveginum og upp að næsta staur sem er við seinni Hátúns tenginu.

Points

Allar lagnir voru settar þarna fyrir nokkrum árum, vantar bara að setja upp lýsinguna, mjög dimmt á þessar leið yfir vetrartímann.

Einfaldlega spurning um öryggi fyrir íbúana. Það er líka á nokkuð mörgum stöðum óupplýstar gangbrautir yfir vegi sem eru hættulegar.

Þetta er gönguleið barna í skólann og á morgnana í skammdeginu er þreifandi myrkur á þessum kafla.

Margir sem ganga þennan göngustíg á hverjum degi, bæði börn og fullorðnir. Getur verið mjög varasamt þegar það er hált þar sem maður sér varla fram fyrir hendurnar á sér í myrkri þarna.

Sammála. Þarna verður svart myrkur, nauðsynlegt að fá lýsingu.

Þarna veigra börn sèr að fara þennan spotta í myrkri og velja þá í staðinn leið yfir umferðargötu sem setur þau auðvitað í meiri hættu þegar myrkrið er skollið á. Með því að klára lýsinguna eru göngustígar fyrsta val barna þó myrkur sè og heldur þeim frá bílaumferð.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information