Fuglaskoðun.

Fuglaskoðun.

Aðastaða fyrir almenning við Vífilsstaðavatn.

Points

Mikill fjöldi fólks leggur leið sína að Vífilsstaðavatni daglega til að njóta útiveru og margir af þeim hafa gaman af fuglalífinu þar.Þessvegna langar mig að leggja til að þar verði komið upp smá aðstöðu við vatnið á þeim stað sem flórgoðarnir halda sig og flestar endurnar.Kannski mætti hugsa sér líka aðstöðu hinumegin vatnsins við víkina þar sem lækurinn rennur í vatnið.Þetta þarf ekki að vera flókið fyrirbæri etv. bara veggur úr timbri sem fólk getur staðið bak við og horft á fuglana.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information