Bílastæði og hringtorg við aðalinngang Álftanesskóla

Bílastæði og hringtorg við aðalinngang Álftanesskóla

Að ganga frá og opna bílastæði vestan við Álftanesskóla með hringtorgi og bílastæðum þar sem að foreldrar geti skilað og sótt börnin sín án þess að valda umferðaröngþveiti. Þetta myndi einnig nýtast almenningi við aðra viðburði eins og kosningar, skólasetningu osfrv.

Points

Eiginlega furðulegt að það sé í raun ekkert bílastæði við Álftanesskóla. Aðkoman í dag er þannig að flest bílastæði sem eru í boði eru við sundlaugina/íþróttahús og eru þau yfirleitt fullnýtt. Því er eina akfæra leiðin að skólanum austan við um Eyvindarstaðaveg en þar eru engin bílastæði þannig að foreldrar geta ekki lagt bílum ef þeir vilja fylgja börnum sínum í skólann.

Ætti 100% að vera Hringtorg þarna til þess að skutla og sækja börnin í skólann.

Þetta hlið á að vera opið á meðan skólinn er ekki í gangi, þ.e. á álagstíma í sundlaug og íþróttahús á kvöldin og um helgar. Það er vöntun á stæðum þarna og bara fáránlegt að ekki megi hafa þetta opið eins og áður var.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information