Malbika malarstíg að Flataskóla

Malbika malarstíg að Flataskóla

Krakkar hjóla oft á grasinu eða reiða hjólin á stígnum fyrir ofan fótboltavellina, sem liggur samsíða Stekkjarflöt. Það er malbikað alls staðar nema þarna á leiðinni í skólann fyrir börnin mín. Þau eiga það til að fara Stekkjarflötina á hjólum í staðinn, þar sem bílar bakka út úr stæðum sem er mun hættulegri leið.

Points

Alveg sammála þessu. Mikilvægt að hafa greiðfærar hjólastíga alveg upp að skólanum sem dregur úr því að börnin þurfi að hjóla á umferðargötum.

Alveg er ég sammála þessu. Ég hjóla gjanan og geng framhjá fótboltavöllunum á leið á stígana sem liggja í Hafnarfjörð og það vantar alveg malbikaða stíga um sjörnusvæðið og áfram við lækinn neðan við húsin, þ.e. tengingu við stíg sem kemur svo austar og liggur út að gatnamótum stíganna annars vegar í suður og hins vegar í norður.

Lengi verið þörf á því að malbika þennan stíg, mikið af börnum nýta sér hann á leið í skóla og íþróttir og þau geta ekki með góðu móti hjólað á stígnum þar sem hann er mjög grýttur

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information