Engidalur

Engidalur

Engidalurinn í Garðabæ er mjög fallegur með sínum hraunkambi. Það væri mjög huggulegt að keyra efni í botninn á honum (sérstaklega þar sem er svo mikið um efnisfluttninga þessa dagana í Garðabæ) og gera þar fallegt grassvæði með trjálundum og bekkjum í fallegum rjóðrum.

Points

Botninn er órækt en ef þessar framkvæmdir verða gerðar þá verður þarna dásamlegur staður mót síðdegis-og kvöldsól. Ekki mjög kostnaðarsöm aðgerð ef uppgröftur annars staðar frá er notaður til að lyfta svæðinu! Þarna gætu líka verið æfingatæki eins og þessi fallegu sem eru á nokkrum stöðum í bænum. Þetta er mjög fjölfarin leið hjólandi og gangandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information