MATUR FYRIR GRUNNSKÓLABÖRN

MATUR FYRIR GRUNNSKÓLABÖRN

Matur eldaður frá grunni fyrir nemendur í Garðabæ er löngu tímabært og verulega þarft. Það þarf ekki að horfa lengra en til Barnaskólans á Vífilsstöðum, en þar hefur þetta verið gert lengi og langflest börnin mjög glöð.

Points

Löngu tímabært

Önnur dóttir mín í hætt í skólamat því henni finnst hann svo ólystugur og hin er skráð 3x í viku en mig grunar að hún mæti ekki svo oft í mat.

Maturinn hjá skólamat er ágætur. En það er komin tími til að fá börn til að borða græmeti.

Sömu röm og aaðrir hafa nefnt. Dóttirin (sem borðar flestan mat) var skráð í mat alla daga en kvartaði yfirleitt yfir matnum og þá sérstaklega fisknum (hún elskar fisk hèr heima). Í dag er hún skráð í mat tvisvar í viki og sleppir þá stundum aðalrètt. Væri til í að borga meira fyrir betri mat eldaðan á staðnum.

Mer fannst hröð afturför a milli leikskola þar sem matur var eldaður fra grunni og i skolamat. Hollari og ferskari mat i alla grunnskola i Garðabæ

Hér eru random rök af fb síðu Garðabæjar: - "Ég væri sannarlega til í að borga aðeins meira og fá mat eldaðan á staðnum eins og á Vífilsstöðum, söknum þess." - - "ömurlegt skil ekki að bærinn geti ekki verið með eldhús f. skólana í bænum!" - - "Það eru fullkomin eldhús í öllum skólum Garðabæjar..en nánast ónotuð." - "Hef margreynt að eiga þetta samtal við bæði skólastjórnendur og aðra sem malið varða. Hefur litlu skilað..þetta er peningamál.."

Of seint fyrir mín börn en sá yngri klárar 10 bekk í vor og hafði þá neitað skólamat frá því fljótlega eftir að við fluttum í bæinn því hann gat ekki borðað matinn.

Börnin mín voru í skóla þar sem þetta var viðhaft og svo miklu ánægðari með það fyrirkomulag.

Börnin mín hafa einnig verið í Barnaskólanum þar sem er matur eldaður á staðnum og miklu meira ánægja.

Betri og hreinni mat fyrir börnin okkar :)

væri frabært að geta haft lystugri og hollari mat eldaðan á staðnum

Mig grunar að langflestir foreldrar séu tilbúnir að borga meira ef það er það sem málið snýst um. Hjallastefnan hefur gert þetta í mörg ár á sanngjörnu verði þannig að greinilega er þetta hægt án mikils aukakostnaðar.

Sammála, ég myndi glöð borga aðeins meira fyrir betri mat.

Sammála svo mörgum sem hafa fært fram rök hér.

Börnin mín 3 kjósa frekar að taka með sér nesti en að borða skólamatinn í Garðaskóla. Þau voru í Hjallastenunni og tala mikið um hvað þau sakna máltíðanna þaðan. Ég mæli með að skoða hversu mikið nemendur henda af skólamatnum. Hvað erum við virkilega að spara mikið ef hann fer mest allur í ruslið. Held að það sé komin tími á að skoða þá matarsóun sem á sér stað í Garðaskóla.

Myndi frekar borga aðeins meira fyrir almenninlegan og ferskan mat. Er með 2 börn í grunnskóla í Garðabæ og kvarta þau mjög mikið og oft yfir matnum og fara frekar orðið með nesti heldur en að borða skólamatinn.

Sammála

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information