Gangstéttir í stað graseyja

Gangstéttir í stað graseyja

Skipta út graseyjum fyrir steyptar gangstéttir á Arnarnesinu

Points

Núverandi gangstéttir eru mjög mjóar og varla pláss fyrir tvo að ganga hlið við hlið. Milli gangstétta og gatna eru jafnvel breiðari graseyjar sem gagnast engum. Þar fyrir utan eru þessar graseyjar oftar en ekki skemmdar eftir að bílum er lagt á þær og mikill sóðaskapur hlýst af. Auk þess skemmast þær iðulega þegar of breið snjóruðningstæki eru að skafa allt og mjóar gangstéttir. Legg til að gert verði átak í að útrýma þessum graseyjum sem eru barns síns tíma og breikka í staðinn gangstéttirnar.

Þetta mætti gera í öllum eldri götum bæjarins. Of mörgum stöðum sem gangstéttar eru of mjóar.

Sammála. Svo er gróðri leyft að vaxa alveg út fyrir göngustígana og því oft eina leiðin til að komast um, að ganga á grasinu eða hreinlega úti á götu með tilheyrandi slysahættu.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information