Stjarnan nýti styrkleika sína sem íþróttafélag á heimsmælikvarða og bjóði upp á meira úrval íþróttagreina, sbr. borðtennis, badminton og síðast en ekki síst - rafíþróttir!
Framboð Stjörnunnar af íþróttagreinum er nokkuð klassiskt. Hinsvegar er t.d. Borðtennisborð í Garðaskóla - en ekki hægt að æfa borðtennis. Að sama skapi er Garðalundur að reyna að styðja við að unglingar geti verið í keppnistengdum tölvuleikjum - en Stjarnan bíður ekki upp á rafíþróttaiðkun. Er ekki kominn tími til að bæta í flóruna og prófa að taka upp fleiri tegundir íþrótta og sjá hvort þær ná ekki að vaxa og dafna í Garðabæ undir handleiðslu Stjörnunnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation